sunnudagur, nóvember 28

carrie&big

afhverju endar carrie með Mr.Big?

af pælingum frá kommentum langar kratablóðinu Sigríði að fá lánaðar nokkrar gamlar og góðar línur frá his dudeness, Hr. Baldvinsson, og segja
í fyrsta lagi: ég er ekki að leita að hinum rétt, ég er löngu búin að finna hann. Núna er ég bara einmitt að leita að þeim ranga því að ég er ekki tilbúin fyrir þann rétta.
í annan stað: ég er ekki að missa mig í örvilnun eða þunglyndi, ég er ágæt og það eru þið líka, ég hafði ekki hugsað mér að verða Clockwork orange sálfræðingurinn og beita andúðarmeðferðinni á ykkur og skylda ykkur til að hata allt sem ykkur þykir kært.... Ég veit fullvel hvernig ég er og hef ekki í hyggju að breyta neinum nema sjálfri mér.
þá er það mál komið á hreint.

ég komst að því í gær að ég er með öllu óhæf að læra að spila á flygill, ég meika ekki einu sinni hljómborð...Þessa uppgvötun kom mér svo sem ekki á óvart, ekki eins og gífurleg lækkun $, en samt sem áður, maður heldur alltaf í vonina með flygilinn, eins og þetta sér einhvers konar innri greind sem bara smelli einn daginn, en nei svo virðist ekki vera.

ég fór í próf í almennri sálfræði í dag, vonandi var þetta lokapróf..fæ að vita það á þriðjudaginn, exciting stuff. Mér gekk ekki vel í krossunum en lala í ritgerðinni sem var by the way úr massa ómerkilegu efni, ég hef ekki hitt neinn sem mundi eftir umræddri ritgerð og ég mundi það bara afþví hún snérist um kana matinn pretzels og sykurpúða, merkilegt... Sem minnir mig á það að ég er í svelti þar sem ég á ekki pening fyrir mat og það er ekkert til heima, hressandi það..

i put a spell on you...cause youre mine......

kreisí helgi í vinnuni og ég held að ég sé að líða útaf...

ég þoli ekki að bíða eftir sms frá strák, það er alveg verst. ég þoli ekki að fá ekkis var við því sem ég sendi. ég þoli ekki að vera eitthvað kúl á því þegar mig langar mest af öllu að standa fyrir framan hann og öskra eins hátt og ég get. Kúlið. Þolinmæði. Þrjóska. Stolt. Hjartað.

ég hef reyndar aldrei verið jafn yfirveguð í hjartanu, skrýtið, eða svona þannig, bara einhvern vegin fínt að vera bara sigga, en ekki hvar er _____? pæling...

verð að fara að sofa, get ekki meir...

á sunnudagsdöfinni minni er fíladelfíu ferð með Önnu Rakel að taka upp eina samkomu og svo kannksi að vinna verkefni og klippa stuttmyndina hennar, verð að játa að það verður forvitnilegt að sjá sjálfa sig í sjónvarpi, svoldið spes.

thomas york er orðinn óþolinmóður, gotta go

my mr.big...og my other guy...and other guy....and other guy....

ciao bella

1 ummæli:

eks sagði...

takk æðislega fyrir í gær, þetta var súper :)